Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Þursarnir í fínu formi
Stórkostlegir tónleikar hjá Þursaflokknum í gær. Stóðust allar þær miklu væntingar sem maður gerði fyrir tónleikana og gott betur. Allir fóru Þursarnir á kostum, lagavalið var gott, bandið var kraftmikið og Egill Ólafsson sýndi það og sannaði að hann er einn allra besti söngvari sem Ísland hefur alið. Þursarnir nutu stuðnings hljómsveitarinnar Caput, strengja- og blástursband sem reyndar opnaði tónleikana. Caput tók þá syrpu af þekktum Þursalögum í nýrri útsendingu sem var ljómandi fínt og vel það.
Þursarnir stigu að því loknu á svið með Caput og léku af krafti næstu tvo tímana. Það eina sem svíður agnarögn er hversu stór hlutur Caput var á tónleikunum eftir að Þursaflokkurinn steig á svið. Mér fannst Þursarnir ekki þurfa á þeim að halda. Til að mynda yfirgnæfðu blásturshljóðfærin Hammondin hans Eyþórs Gunnarssonar margoft og fannst mér stundum eins og ég væri staddur á tónleikum með hálfgerðu brassbandi. Eins var ég sammála sessunauti mínum á tónleikunum að stundum fannst manni hreinlega eins og það mætti bara skrúfa ögn upp volume takkann.
Þursarnir tóku fjögur lög í uppklappinu, öll án Caput og þá sá maður svo greinilega að Þursaflokkurinn hefði vel getað skilað þessum tónleikum í hús án nokkurrar aðstoðar- ekki svo að skilja að þeir hafi verið hræddir um annað og því fengið Caput til liðs við sig- heldur fannst mér bandið bara njóta sín betur á þessum kafla.
Engu að síður stórkostleg skemmtun sem ég hefði ekki viljað missa af. Það er bara örlítið svekkjandi að þetta hafi ekki verið allt saman hnökralaust...
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru bara snillingar enda stjörnugjöfin frábær.
Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.