Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Superbowl Sunday
Fjórði Superbowl Sunday-dagurinn sem ég upplifi í USA er runninn upp og er spennan mikil. Það er ótrúlegt hvernig maður getur sogast inn í kúltúrinn hér ytra eins og í tilfellið er með þennan leik sem og marga aðra hluti. Orðið að venju hjá okkur íslensku piltunum að hittast og grilla, sötra öl og horfa á leikinn saman- alveg eins og kanamann. Að þessu sinni munum við hittast heima hjá ungu drengjunum hér í Montgomery. Þeir búa í stóru og fínu húsi sem hentar vel til hluta sem þessa. Hef fulla trú á að þeir breyti útaf vananum og verði höfðingjar heim að sækja í dag ;)
Annars er allt á hvolfi hér í Bandaríkjunum yfir þessum leik á milli Indianaopolis og Chicago. Það er óhætt að segja að enginn árlegur viðburður hérna vekur meiri athygli eða umfjöllun heldur en Superbowl- og þá er mikið sagt. Auglýsingarnar og hálfleikssjóið leggja þar sín lóð á vogarskálarnar.
Ekkert á ég þó uppáhaldslið í þessari íþrótt ennþá. Montgomery er ekki svo merkileg borg að halda úti liði í NFL og því liggur beinast við að velja bara eitthvað út í loftið. Að þessu sinni ætla ég að halda með Indianapolis, af þeirri einni ástæðu að ég var staddur í þeirri borg í síðasta mánuði...
Jæja, tæpur klukkutími í leik og tími til að renna af stað til drengjanna. Go Colts! Hóst...
Bloggar | Breytt 5.2.2007 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Bítlar
Stefán Jónsson, sá mæti grúskari, bað mig um daginn að gefa álit mitt á nokkrum hlutum varðandi mína uppáhaldshljómsveit, Bítlana. Fyrst spurði hann um nýju plötuna LOVE en að auki óskaði hann eftir að fá að vita hver væri mín uppáhaldsplata og hvaða laga væri í mestum metum hjá mér. Þetta hafði ég að segja um málið:
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki gefið Love mikinn gaum og er því ekki dómbær á gæði hennar eða ókosti. Það sem ég hef hinsvegar heyrt finnst mér alveg ágætt, hvorki stórkostlegt né hræðilegt. Hef reyndar alltaf verið hálfskeptískur þegar kemur að útgáfu Bítlalaga í "nýjum búningi" eins og menn vilja kalla það. Allt sinfóníubullið fer til að mynda mikið í taugarnar á mér þar sem í raun er bara verið að búa til lyftutónlist úr Bítlalögum. Ég er hinsvegar fjarri því að vera mótfallinn því að hreyft sé við Bítlalögunum, ekki líklegt að hægt sé að gera þau betri en þau eru en það þarf auðvitað ekkert að vera markmiðið. Hvaða Bítlaplata er öðrum fremri er erfitt um að dæma. Allar plötur Bítlanna hafa á einhverju skeiði verið í uppáhaldi hjá mér en núna, fyrst ég verð, myndi ég segja Revolver. Einfaldlega vegna þess hversu skemmtileg hún er en ekki síður vegna þess að hún er upphafið að öllu því stórkostlega sem Bítlarnir gerðu í kjölfarið. White Album væri tvímælalaust besta plata Bítlanna að mínu mati væri hún einföld-nokkuð mörg lög þar innan um sem hreinlega draga hana niður. Enn erfiðara er að velja sitt uppáhaldslag. Hef alla tíð verið Lennon maður og litast lagaval mitt af þeirri staðreynd. Tomorrow Never Knows er frábært lag, Glass Onion, Happiness Is A Warm Gun og að sjálfsögðu A Day In The Life. Macca lagið I´ve Just Seen Face kemur mér líka alltaf í gott skap. Þessi listi yrði sjálfsagt allt öðruvísi á morgun.
Fleiri umsagnir má lesa á heimasíðu Stefáns á http://www.123.is/bmexpress/
Fyrst að tónlist er efni þessa pistils, langar mig til að leita álits þeirra sem vit hafa á hljómsveitinni The Decemberists. Öll comment eru vel þegin. Hljómsveit þessi er með tónleika í Birmingham í apríl og var ég að hugsa um að skella mér ef athugasemdir um hljómsveitina væru henni hliðhollar. Er í þessum skrifuðum orðum að renna nýjustu plötu sveitarinnar í gegn og það hljómar bara ljómandi vel...
Gunnlaugur, þú kannski lætur Jónsa félaga þinn í Birmingham hafa samband ef hann hyggst fara á þessa tónleika...
Annars allt gott. Nóg að gera í skólanum. Mikið að gera hjá Hjördísi minni líka og erum við í miðjum klíðum að klára ritgerð um hann Johnny Tremain vin okkar.
Þangað til næst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 25. janúar 2007
The race is on!
Þó enn séu ríflega 20 mánuðir í forsetakosningar hér í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar hér ytra yfirfullir af fréttum um komandi kosningar. Það er ljóst að í fyrsta sinn síðan 1952 að hvorki sitjandi forseti né fyrrum/núverandi varaforseti eru í framboði. Þessar kosningar ættu því að verða nokkuð áhugaverðar. Af þeim sem hafa tilkynnt framboð sitt telja menn Hillary Clinton sigurstranlegasta. Annað "ungstirni" vekur líka athygli, Barack Obama, svartur öldungardeildarþingmaður Demókrata frá Illinios. Barack þessi veldur múgsefjun hvert sem hann fer líkt og um rokkstjörnu væri að ræða. Repúblikanar eru að sjálfsögðu hræddir um að missa embættið ekki síst í ljósi þess að Bush er með mannara upp á hnakka og einungis með stuðning þriðja hvers Bandaríkjamanns í dag.
Öfgahægri-nöttara-stöðin Fox er þegar byrjuð á skítkastinu í Demókratana og tókst þeim um daginn að grafa það upp að Barack þessi heitir að millinafni Hussein. Nú er svo komið að "fréttamenn" stöðvarinnar kynna Obama aldrei öðruvísi en Barack Hussein Obama, þó hann sjálfur noti aldrei millinafn sitt. Síðan "föttuðu" þeir að Obama rímar við Osama! Kosningar hérna snúast ekki um hver er hæfastur, heldur hver er með mestu peningana í sínum sjóðum og hver er með hæfasta PR-fólkið. Gott skítkast er líka alltaf gulls ígildi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Menntasnobb
Bloggar | Breytt 25.1.2007 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Á nýjum stað...
Jamm, ákvað að gefa þessari síðu tækifæri. Orðinn þreyttur á þessu blog central dæmi. Aðeins huggulegra hérna finnst mér. Veit hinsvegar ekki hversu duglegur ég verð að þessu bloggi öllu saman, hef ekki fundið fyrir mikilli tjáningarþörf undanfarið eins og gestir síðunnar hafa tekið eftir.
Skólinn er byrjaður og virðist sem svo af fyrstu dögunum að dæma að þetta verði nokkuð strembin önn. Erfiðir tímar og mikil vinna. En eftir að hafa unnið alla daga í jólafríinu og fengið svona smá innsýn (aftur) í hvernig það er að þurfa vakna í vinnu alla daga í kulda og trekki, kvarta ég ekki.
Verð að þjóta,
kv
hjh
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar