Sunnudagur, 11. nóvember 2007

Gunnar Oddsson þjáfari Laugardalsliðsins hefur boðað til æfinga á nýjan leik. Fyrsta æfingin verður á morgun á gervigrasinu í Safamýrinni. Fjórar fótboltaæfingar verða í viku-á fjórum mismunandi stöðum. Fyrir utan einn tíma í Egilshöllinni æfum við utandyra. Miðað við þær lægðir sem hafa dunið á landinu undanfarnar vikur og mánuði er ekki mikil tilhlökkun að fara hlaupa í frosti og roki. Menn tala mikið um bætta aðstöðu en ég verð bara að segja, fyrir utan þennan eina tíma í Grafarvogi í viku, þá var aðstaðan uppi á Skaga fyrir 20 árum síðan alveg jafngóð, ef ekki betri. Langisandur var okkar æfingasvæði þá og var hann síður en svo verri til æfinga heldur en handónýtt gervigras í Laugardalnum. Það er engin leið að Egilshöllin geti með góðu móti sinnt öllum félögunum í Reykjavík. Gervigrösin eru kannski betri kostur en malarvellirnir, en sandurinn toppar engu að síður flesta af þeim tilbúnu grasvöllum sem ég hef æft á...
Athugasemdir
Mig langaði bara að lýsa yfir einlægri aðdáun minni á það hvernig þú flytur íþróttafréttir. Allt í einu finnst mér áhugavert að vita hverjir eru að kaupa og selja sig og hverjir eru ekki til sölu.
Alger hönk!
mbk Geir
Geir Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:09
Kærar þakkir fyrir hrós af þeirri tegund sem einungis þú ert fær um að gefa...;)
Bestu kveðjur
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 15.11.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.