Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Fínn riðill
Var að koma úr útsendingu þar sem fylgst var með drættinum í undankeppni HM. Pétur Péturs var minn hundtryggi aðstoðarmaður að þessu sinni. Pétur er maður fárra orða, þannig lagað, en á móti kemur að það sem hann segir er alltaf eitthvað vit í. Ég hafði nokkra möguleika um mannaval þegar ég þurfti að finna einhvern til að sitja með mér yfir þessu. Þetta er auðvitað ekki mest sexý sjónvarpsefni sem til er svo vanda þurfti valið. Og ég held að Pétur hafi verið tilvalinn í hlutverkið. Hann er auðvitað sá sem er nátengdastur liðinu sem staddur er hér á landi, í það minnsta.
Pétur, rétt eins og flestir, held ég, var mjög ánægður með andstæðingana að þessu sinni. Noregur, Skotland, Makedónia og Holland. Það skiptir einhvernveginn meira máli hverja við fengum ekki, frekar en hverja við fengum. Ísland slapp við mörg, löng og erfið ferðalög gegn sterkum liðum.
Annað athyglisvert er auðvitað að Króatía og England dróust saman en legg ekki í að tjá mig frekar um það hér...;)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttekki svona, þetta verður bara stríð á milli Englendinga og Króata;)
En ég tel að möguleikar þeirra fari líka allt eftir því hver verður ráðinn sem þjálfari Englendinga
Valsarinn, 25.11.2007 kl. 19:12
Þú verður samt að viðurkenna það að þú varst helv svekktur að mótherjar okkar urðu ekki Englendingar, Írar og Wales-verjar?
Oddjob (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.