Ólík vinnubrögð

Nú flytja enskir fjölmiðlar fréttir af því að enska knattspyrnusambandið leiti nú logandi ljósi að eftirmanni Steve McClaren í stöðu stjóra liðsins. Brian Barwick, formaður enska sambandsins, segist vera búinn að ræða við marga virta aðila innan fótboltans um hver væri bestur í starfið, líkt og Michel Platini og Frans Beckenbauer svo aðeins fáir séu nefndir. Hann hyggst jafnframt leita ráða hjá Alex Ferguson, Arsene Wenger og fleirum. Í kjölfarið má reikna með að nokkrir þjálfara verði teknir í viðtal/töl og eftir það verður nýr þjálfari ráðinn.

Geir Þorsteinsson og leynivinir hans innan KSí ákváðu fyrir hádegi á laugardegi að spjalla við Óla Jó. Hann var síðan ráðinn seinnipartinn...

Vissulega eru þetta ólík sambönd og allt það. Enska knattspyrnusambandið hefur líka úr hæfari og þekktari þjálfurum að velja. Það þýðir samt ekki að ráðning þjálfara íslenska knattspyrnulandsliðsins skuli gerð fyrir hádegi með vinstri. Fagleg vinnubrögð einskorðast ekki við stærð sambanda.

Og síðan for the record. Ég var hlynntur ráðningu Óla í starfið. Var undir hans stjórn í tvö ár og hef mikið álit á honum sem þjálfara og persónu. Vinnubrögð KSÍ eru engu að síður, í besta falli, undarleg.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjálfarar eru ofmetnir. það er eins og ekkert landslið, nokkurn tíma, hafi staðið frammi fyrir því að velja sér þjálfara. Það er frétt um það á hverjum degi hver eigi að þjálfa þetta miðlungs landslið englendinga. Hvað gera þjálfarar eiginlega? Þeir ákveða hver á að spila leikinn og síðan geta þeir bara farið í kaffi. Vil benda bretum á að Atli Eðvalds er á lausu.

dóri (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:39

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Jæja, segðu. Setjum bara á laggirnar landsliðsnefnd á nýjan leik Dóri og látum hana um að velja í liðið! Ekkert flókið. Árangurinn verður varla lélegri en undanfarin misseri!!

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 3.12.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband