RÚV under fire

DV fór hamförum um síðustu helgi í umfjöllun sinni um hversu illa RÚV hefur sinnt handboltanum í vetur. Réttara er kannski að segja að viðmælendur þeirra hafi farið hamförum. Ég held að allir séu sammála um að gagnrýnin eigi rétt á sér. Fjöldi beinna útsendinga í vetur er miklu lægri en íþróttadeildin hefði viljað. Enda beindist gagnrýni þeirra sem DV talaði við aðallega að yfirstjórn RÚV frekar en íþróttadeildinni per se.

Handbolti.is fer síðan mikinn í grein sem birtist um helgina. Þar vandar umsjónarmaður síðunnar fólkinu hjá RÚV ekki kveðjurnar. Þar vill síðuhaldari meina að RÚV hafi sýnt kvennalandsliðinu mikla óvirðingu með því að sýna ekki beint frá leikjunum í undankeppninni.  Nafngreinir hann Pál, Þórhall og Hrafnkel auk "hans fólks" sem aðila sem verða hysja upp um sig, svo ég umorði aðeins.  Síðuhaldari vill meina að ekki hefði þurft mikið meira en að "stinga í samband" til að sýna beint frá þessum leikjum. Þó ég sé nýliði þá er ég nokkuð viss um að það þarf aðeins meira til. Síðan held ég að kostnaðurinn við svona útsendingar sé meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég hefði í það minnsta aldrei trúað því áður en ég hóf störf hjá RÚV.

Ég get ekki svarað fyrir það afhverju þessir leikir voru ekki sýndir á Rúv, svo ekki spyrja. Ég get hinsvegar fullyrt að allir innan íþróttadeildarinnar hefðu viljað sýna frá þessum leikjum og gera þessum frábæra árangri hjá stelpunum betri skil. 

RÚV liggur vel við höggi þegar kemur að gagnrýna. Sem ríkisfjölmiðill, í almenningseigu, ber fólki/almenningi að benda á það sem miður fer. Til dæmis hversu lítið hefur sýnt frá handboltanum í vetur. Rúv hefur vissum skyldum að gegna sem því ber að uppfylla. Ég er því ekki að biðjast undan því að stofnunin sé gagnrýnd. Ætli sé ekki að biðja um að gagnrýnin sé málefnaleg, upplýst og beint í þær áttir þar sem hún á við. Í það minnsta frá fagaðilum sem þekkja til málanna. Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um kyndingar Henry og Elvars yfir innsláttar-og málfarsvillum sem reglulega birtast. Þær lúta öðrum reglum og eru ómissandi...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

the daily show er kominn á netið. getur séð alla þættina þar.

http://www.thedailyshow.com/video/index.jhtml?videoId=102743&title=iraq-me-dave-petraeus-senate

hélt þú yrðir sáttur 

Geir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 02:01

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Þú ert guð í mannsmynd, herra Geir!!!!!

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 5.12.2007 kl. 12:17

3 identicon

Einhverra hluta vegna sakna ég ekki beinna útsendinga frá íslandsmótinu í bakhrindingum eins og Logi Ólafs kallaði handboltann. En í eina tíð sat maður spenntur yfir þessum leikjum en nú gæti mér ekki verið sama.

Alexander H (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:11

4 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Maður getur alltaf treyst því að Högnason hafi réttu orðin klár, sama hvert tilefnið er!

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 11.12.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband