Vertu blessaður...

Þjónustulund Íslendinga er þeim ekki í blóð borin. Flestir sem starfa í þjónustugeiranum hafa engan metnað fyrir því að viðskiptavininum líki vel við fyrirtækið sem þau starfa hjá. Fólk getur bara keypt vöruna og hypjað sig. Smá alhæfing, en oftar en ekki er þetta reynslan sem maður verður fyrir. Einni slíkri varð ég fyrir í gær.

Síðan ég flutti á Rauðalæk um miðjan mánuðinn hefur hvorki gengið né rekið að fá Stöð 2 og stöðvar tengdar 365 miðlum til að virka hjá mér. Vandamálið er snúið og flókið og ætla ég ekki að rekja það hér. Breiðband er í húsinu og því skipti ég við Símann og við þá hef ég verið að tala nú reglulega undanfarna 20 daga eða svo. Eftir einstaklega vond ráð frá þjónustuveri Símans frá fólki sem vissi minna um tæknimál heldur en ég (og þá er mikið sagt) pantaði ég viðgerðamann frá þeim til mín. Það gerði ég þrátt fyrir að tímakaupið á slíkum manni sé sjö þúsund kall á tímann- vissi að ég fengi aldrei lausn á mínum málum fyrr. Meiri vitleysa er að borga af Stöð 2 án þess að geta horft á efnið frá þeim. Þegar tveir dagar voru liðnir frá umsömdum heimsóknartíma hringdi ég enn og aftur.

Nú svaraði mér piltur og eftir töluverðar vangaveltur og uppflettingar í kerfinu hjá sér komst hann að því að ekkert væri búið að gera í málinu-ekki einu sinni að panta viðgerðarmann. Áður en það yrði gert vildu þeir hjá Símanum skoða hvort vandamálið lægi hjá þeim. Pirringur minn var í hámarki þarna en engu að síður tókst mér að halda ró minni. Spurði hann þá hvað hefði komið útúr þessari „innanhússkoðun“ hjá þeim og hvenær ég gæti þá átt von á viðgerðarmanni. Svarið var einfalt: „Veistu, ég hef bara ekki hugmynd um það.“ (!?) Auðvitað spurði ég hann þá afhverju hann væri þá að svara í símann ef hann hefði ekki hugmynd um þá hluti sem ég var að spyrjast fyrir um. Þá sagði minn maður einfaldlega, „æi, ég nenni þessu ekki, vertu blessaður“ og skellti á!

Áður en öll símtöl hefjast segir sjálfvirk rödd að öll símtöl í þjónustuverið sé tekin upp. Nú er spurning hvort einhver hafi ýtt rec-takkann áður en samtalið hófst...efast um það.

Já, og Stöð 2 er ennþá úti hjá mér og enginn frá Símanum hefur látið í sér heyra né sýnt sig. Klassaþjónusta hjá Símanum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég tók ADSL símann inn í júlí sl.semsagt sjónvarp og netið saman,þetta átti að vera  mjög gott það var í september sem hægt var að segja að það væri orðið sæmilegt,ég var í Vodafone og það eitt virðist vera slæmt hjá Símanum.En þú skrifar um metnað þá langar mig að spyrja þig er það metnaður ruv við sína neitendur að hafa klúðrað því að geta sýnt frá vinsælustu íþróttaviðburðum ein og Formúla,enski boltinn og golfið og flr.En símaþjónustuna þekki ég og get ekki mælt með henni.Hafðu góðan dag.

Guðjón H Finnbogason, 8.1.2008 kl. 15:04

2 identicon

Hálf hallærislegt að blanda Hirti í dagskrástefnu RÚV, sendu frekar Páli eða Þórhalli póst, svona eins og að gera þig ábyrgan fyrir því að Þór var seldur :)

Kiddi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:07

3 identicon

Lenti í þessu sama hjá símanum, tómt vesen og eftir að ég reyndi að fá HD hjá þeim, þá datt sýn 2 út og er búin að vera úti í 3 vikur. Alltaf þegar maður hringir í símann, þá skilur enginn neitt í neinu og segir að málið sé í vinnslu. Hrikalega pirrandi.

Elvar (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Já, Elvar þetta er eitthvað til að láta mann missa vitið...reynir mikið á annars geðgóða menn eins og mig ;)

Guðjón, eftir að hafa marglesið skilaboðin frá þér og barist í gegnum málfars og stafsetningavillurnar, spyr ég; um hvað ertu eiginlega að tala?? Ertu í alvörunni að saka mig, auman íþróttafréttamann sem engu ræður, um metnaðarleysi gagnvart viðskiptavinum Sjónvarpsins? Varla telur þú mig vera opinberann talsmann RÚV.

Fyrir utan hið augljósa, sem ég tel að flestir þokkalega viti bornir menn sjái, að RÚV gat og getur ekki borgað hundruði milljóna fyrir enska boltann eða Formúluna eða hvaða íþróttaefni sem er, ef því er að skipta. Fjölmargar aðrar ástæður liggja að baki þess að Sýn sýnir meira frá íþróttum heldur en RÚV. Ein sú allra augljósasta er, Guðjón, og taktu nú vel eftir, Sýn er íþróttarás...sé ekki tilganginn með því að útskýra þetta eitthvað frekar fyrir þér Guðjón.

Hafðu góðan dag (???)

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 9.1.2008 kl. 10:00

5 identicon

Já sæll!!

Hressandi karl hann Guðjón, alveg ófeiminn við að láta þig heyra það! Mér sýnist reyndar á myndinni af honum að hann ætti frekar að reyna að stunda íþróttir eða hreyfa sig frekar en að taka þær í sófanum!!!

Steini (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband