Fráhvarfseinkenni

Það var ekki laust við að maður upplifði ákveðinn söknuð þegar maður var að horfa á Super Bowl í nótt. Ég hef undanfarin fjögur ár horft á úrslitaleikinn úti í Bandaríkjunum, alltaf í einhverskonar Super Bowl partýum, misskemmtilegum þó. Spenningurinn yfir sjálfum leiknum var auðvitað mestur en hálfleikssjóið hafði einnig mikið aðdráttarafl. Síðast en ekki síst var gífurlega skemmtilegt að horfa auglýsingarnar sem oftar en ekki voru brilljant. Flestar sjónvarpsstöðvar í USA eru undirlagðar af fréttum um Super Bowl, gamlir leikir rifjaðir upp og flottir íþróttaþættir um leikinn frá öllum hliðum rúlla daginn út og inn.

Skemmtilegasta Super Bowl partýið var án efa haldið heima hjá Matt Geddings, varamarkverði AUM liðsins, árið 2006, að mig minnir. Ég, Jöri, Bjössi og Bjarki fengum heimboð til Geddings sem er mikill suðurríkjamaður og rauðháls eftir því. Hann bauð upp á traditional suðurríkjamat sem var, í minningunni allavega, mjög ljúffengur. Og eins og venjulega í svona veislum fengu veigarnar að fljóta óhindrað...

Annars var leikurinn í nótt alveg frábær skemmtun. Var einhvern veginn alveg sama hvort liðið ynni, í það minnsta áður en leikurinn hófst. Ég heillaðist hinsvegar mikið af New York liðinu, ekki síst frábærum varnarleik liðsins. Patriots liðið fékk alveg jafn mikið útúr leiknum og þeir lögðu í hann; afar lítið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

árið 2006 var superbowl partyið hjá Júra,,, en allavega þá hafði ég nú haldið að partyið sem við félagarnir buðum uppá í villunni okkar hefði staðið uppúr en...

Sörensen

siggi sörensen (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Fyrirgefðu Sigurður minn, ykkar partý var auðvitað það merkilegt að það á skilið að á það sé minnst. Aðstæður voru bara ekki nógu góðar. Óverkráded, lítið um veitingar og stemmningin kannski alveg jafngóð og hún var oft í villunni. En framtakið var gott og gilt og ekki ástæða til að gera lítið úr því...

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 6.2.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband