Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 4. desember 2007
RÚV under fire
DV fór hamförum um síðustu helgi í umfjöllun sinni um hversu illa RÚV hefur sinnt handboltanum í vetur. Réttara er kannski að segja að viðmælendur þeirra hafi farið hamförum. Ég held að allir séu sammála um að gagnrýnin eigi rétt á sér. Fjöldi beinna útsendinga í vetur er miklu lægri en íþróttadeildin hefði viljað. Enda beindist gagnrýni þeirra sem DV talaði við aðallega að yfirstjórn RÚV frekar en íþróttadeildinni per se.
Handbolti.is fer síðan mikinn í grein sem birtist um helgina. Þar vandar umsjónarmaður síðunnar fólkinu hjá RÚV ekki kveðjurnar. Þar vill síðuhaldari meina að RÚV hafi sýnt kvennalandsliðinu mikla óvirðingu með því að sýna ekki beint frá leikjunum í undankeppninni. Nafngreinir hann Pál, Þórhall og Hrafnkel auk "hans fólks" sem aðila sem verða hysja upp um sig, svo ég umorði aðeins. Síðuhaldari vill meina að ekki hefði þurft mikið meira en að "stinga í samband" til að sýna beint frá þessum leikjum. Þó ég sé nýliði þá er ég nokkuð viss um að það þarf aðeins meira til. Síðan held ég að kostnaðurinn við svona útsendingar sé meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Ég hefði í það minnsta aldrei trúað því áður en ég hóf störf hjá RÚV.
Ég get ekki svarað fyrir það afhverju þessir leikir voru ekki sýndir á Rúv, svo ekki spyrja. Ég get hinsvegar fullyrt að allir innan íþróttadeildarinnar hefðu viljað sýna frá þessum leikjum og gera þessum frábæra árangri hjá stelpunum betri skil.
RÚV liggur vel við höggi þegar kemur að gagnrýna. Sem ríkisfjölmiðill, í almenningseigu, ber fólki/almenningi að benda á það sem miður fer. Til dæmis hversu lítið hefur sýnt frá handboltanum í vetur. Rúv hefur vissum skyldum að gegna sem því ber að uppfylla. Ég er því ekki að biðjast undan því að stofnunin sé gagnrýnd. Ætli sé ekki að biðja um að gagnrýnin sé málefnaleg, upplýst og beint í þær áttir þar sem hún á við. Í það minnsta frá fagaðilum sem þekkja til málanna. Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um kyndingar Henry og Elvars yfir innsláttar-og málfarsvillum sem reglulega birtast. Þær lúta öðrum reglum og eru ómissandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Ólík vinnubrögð
Nú flytja enskir fjölmiðlar fréttir af því að enska knattspyrnusambandið leiti nú logandi ljósi að eftirmanni Steve McClaren í stöðu stjóra liðsins. Brian Barwick, formaður enska sambandsins, segist vera búinn að ræða við marga virta aðila innan fótboltans um hver væri bestur í starfið, líkt og Michel Platini og Frans Beckenbauer svo aðeins fáir séu nefndir. Hann hyggst jafnframt leita ráða hjá Alex Ferguson, Arsene Wenger og fleirum. Í kjölfarið má reikna með að nokkrir þjálfara verði teknir í viðtal/töl og eftir það verður nýr þjálfari ráðinn.
Geir Þorsteinsson og leynivinir hans innan KSí ákváðu fyrir hádegi á laugardegi að spjalla við Óla Jó. Hann var síðan ráðinn seinnipartinn...
Vissulega eru þetta ólík sambönd og allt það. Enska knattspyrnusambandið hefur líka úr hæfari og þekktari þjálfurum að velja. Það þýðir samt ekki að ráðning þjálfara íslenska knattspyrnulandsliðsins skuli gerð fyrir hádegi með vinstri. Fagleg vinnubrögð einskorðast ekki við stærð sambanda.
Og síðan for the record. Ég var hlynntur ráðningu Óla í starfið. Var undir hans stjórn í tvö ár og hef mikið álit á honum sem þjálfara og persónu. Vinnubrögð KSÍ eru engu að síður, í besta falli, undarleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 25. nóvember 2007
Fínn riðill
Var að koma úr útsendingu þar sem fylgst var með drættinum í undankeppni HM. Pétur Péturs var minn hundtryggi aðstoðarmaður að þessu sinni. Pétur er maður fárra orða, þannig lagað, en á móti kemur að það sem hann segir er alltaf eitthvað vit í. Ég hafði nokkra möguleika um mannaval þegar ég þurfti að finna einhvern til að sitja með mér yfir þessu. Þetta er auðvitað ekki mest sexý sjónvarpsefni sem til er svo vanda þurfti valið. Og ég held að Pétur hafi verið tilvalinn í hlutverkið. Hann er auðvitað sá sem er nátengdastur liðinu sem staddur er hér á landi, í það minnsta.
Pétur, rétt eins og flestir, held ég, var mjög ánægður með andstæðingana að þessu sinni. Noregur, Skotland, Makedónia og Holland. Það skiptir einhvernveginn meira máli hverja við fengum ekki, frekar en hverja við fengum. Ísland slapp við mörg, löng og erfið ferðalög gegn sterkum liðum.
Annað athyglisvert er auðvitað að Króatía og England dróust saman en legg ekki í að tjá mig frekar um það hér...;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
NEEEEEEEIIIIIIII
![]() |
England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Ævintýrið úti...
AUM mátti þola tap í nótt, 1-2, í framlengdum leik fyrir Concordia. Fylgdist með leiknum í beinni textalýsingu í nótt og skv. þeirri lýsingu voru AUM-strákarnir mun sterkari, sérstaklega í fyrri.
Kári fékk rauða spjaldið þegar um hálftími var eftir af leiknum. Ekki veit ég hvað gerðist þar engu að síður fúlt fyrir Kára sem var búinn að skora ein þrjú mörk í úrslitakeppninni. AUM lenti undir tíu mínútum seinna en jöfnunarmarkið kom strax mínútu seinna. Náðarhöggið kom síðan í seinni hálfleik framlengingarinnar. Kanamann notast enn við svokallað gullmark. AUM vélin er þar með úr leik í ár. Nokkuð viss að strákarnir séu í sárum núna enda afar erfitt að falla úr leik á þennan hátt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Final four
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Að spila eða spila ekki, það er spurning Eiður...
Ríkisútvarpið flutti fyrst fjölmiðla í dag fréttir af því að Eiður Smári hyggðist taka þátt í góðgerðarleik Ronaldo og Zidane á mánudaginn. Það gerist ekki oft að ríkisbáknið sé fyrst með eitthvað og því skemmtilegt þegar það gerist. Kristinn Hjartarson átti stærsta þáttinn í því að ég komst að þessu. Þetta spænskunám er kannski eins useless og maður skyldi ætla ;) Aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið eins og gengur og gerist- eitthvað sem rúv sannanlega gerir. RÚV var líka fyrst til að segja frá því að Eiður muni ekki spila þennan leik. Fengum staðfestar fréttir rétt fyrir sjónvarpsútsendingu að Eiður yrði ekki með og rétt náðum að smíða texta áður Geir fór í loftið. Þetta var því, þegar allt kom til alls kannski bara stormur í vatnsglasi. Allavega var lgóðgerarleikurinn ekki ástæðan fyrir þvi að landsliðsfyrirliðinn er ekki með á miðvikudaginn. Ef þetta hefði verið ástæðan finnst mér rétt að segja frá því en þar sem ástæður Eiðs fyrir brotthvarfinu eru persónulegar, þá á bara láta þar við sitja. Mér finnst það ekki skipta máli þó Eiður sé fyrirliði eða bestur eða allt í öllu, maðurinn verður að fá að vera með einhverja hluti í friði, kjósi hann svo. Engu að síður er ómögulegt að koma í veg fyrir að fólk velti því fyrir sér hvers vegna fyrirliði landsliðsins kjósi að gefa ekki kost á sér í jafn stóran landsleik.
Ræddi við félaga Henry á miðvikudaginn um þessi mál. Taldi það nokkuð ljóst að ef einhver vissi eitthvað um málið,þá væri það hann. Og maður kom ekki að tómum kofanum á þeim bænum. Hann hafði sínar kenningar sem hljóma jafnlíklegar og hvað annað. Jafnvel líklegri...
Ég mun hinsvegar ekki gera meira í því að "grafa" upp hvers vegna Eiður Smári er ekki með á miðvikudaginn. Hann verður að fá að eiga það í friði.
Já, og AUM vélin muldi Southern Nazarene, 3-2 í gær. Kári með tvo og Magnús kenndur við Flórída með eitt. Stórveldið Lindsey Wilson eru mótherjarnir í dag og þar verður við ramman reip að draga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Bauni til oss
Þróttarar hafa samið við danskan leikmann að nafni, Dennis Danry. Skilst á kunnugum að þarna sé á ferðinni úrvalsleikmaður sem kemur til með að styrkja okkur mikið. Nú erum við komnir með tvo nýja leikmenn, þennan og svo Simma Kristjáns. Simmi er auðvitað toppleikmaður sem á eftir að gera góða hluti fyrir Þrótt. Tveir til þrír leikmenn í viðbót og þá fer að verða óhætt að taka stefnuna á að enda í einu af tíu efstu sætunum...
Höfum reyndar misst einn leikmann, Jóhann Hreiðarsson, sem hefur ákveðið að gerast aðstoðarþjálfari hjá Dalvíkingum. Það er mikill missir í Jóhanni, eða Jóhannesi eins og hann kýs sjálfur að láta kalla sig. Missti reyndar af mestöllu sumrinu vegna meiðsla en heill er Jói topp úrvalsdeildarleikmaður.
Er í þessum skrifuðum orðum að fylgjast með leik AUM og Southern Nazarene í 16 liða úrslitum háskólaboltans í USA. Fyrirfram hefði mátt búast við öruggum sigri þeirra síðarnefndu þar sem þeir voru fyrir leikinn aðeins búnir að tapa einum leik en unnið átján. AUM hafði hinsvegar tapað fimm leikjum og unnið 13. Nú þegar 37 mínútur er búnar af leiknum er staðan 2-0 fyrir AUM. Kári Ársælsson með bæði. KOMA SVO!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Æfingar hefjast

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Í ljósi umræðna síðustu vikna...
Gaurarnir á Baggalút er ótrúlega fyndnir eins og þessi "frétt" sýnir
Síðan er Þorsteinn Guðmundsson með leiðbeiningar fyrir einstæðinga sem vilja tantra hér
Mjög fyndið allt saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar