Föstudagur, 11. janúar 2008
Spekingar spjalla
Missti af nýja þættinum á Sýn í gær sem ber nafnið Utan vallar en hef heyrt að hann hafi verið fínn og lofi góðu. Ég fékk smá leiðindahnút í magann þegar ég heyrði þáttinn fyrst auglýstan í fyrradag. Ég og Gunnlaugur Jónsson höfum lengi talað um það að fara með svona íþrótta-spjallþátt í loftið. Okkar hugmynd var að hart yrði tekið á gestum þáttarins þar sem "snyrtimennskan yrði þó í fyrirrúmi".
Nafnið á þættinum var Spekingar Spjalla og var meira að segja einn þáttur gerður. Hann var að vísu ekki tekinn upp og "fór fram" í drykkjuferð upp í sumarbústað fyrir einum sjö árum eða svo. Gunnlaugur tók mig þá í viðtal þar sem ég var tekinn í bakaríið. Ég fullyrði að Kastljós-sketchinn sem ég tók sælla minninga sumarið 2006 var barnaleikur einn miðað við púnderingar Gulla. Aflífun Gunnlaugs tók um klukkutíma og var farið yfir knattspyrnuferilinn frá öllum hliðum og fékk ótæpileg skvabbmyndun undirritaðs alltaf á haustmánuðum sérstakan sess. Eini áhorfandinn að þessu tímamótaviðtali var ungur maður að nafni Þorsteinn Ingi. Hann var reyndar bara með meðvitund fyrsta korterið eða svo, síðan missti hann meðvitund enda komið undir morgun og háttatími kominn fyrir löngu hjá honum...
En, allavega, þá verðum við Gunnlaugur að fara yfir okkar mál á næstu dögum þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið. Reikna með að gefum okkur nokkrar mínútur til að ræða þessi mál á laugardaginn þegar Húsavíkurhornið hans Balla Qta verður flutt í fyrsta sinn í mörg ár. Húsavíkurhornið er stórkostlegasta skemmtiefni sem ég hef orðið vitni að og ég hlakka mikið til að heyra og sjá frægasta son Húsvíkinga flytja verkið. En það er efni í annan pistil eða tvo.
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 881
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já spekingar spjalla, ógleymarlegur þáttur, þ.e.a.s. sú stund sem ég "lifði" :)
Steini (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.