Liverpool, þrátt fyrir allt

Þrátt fyrir erfiða stöðu Rauða Hersins og æði misjafna frammistöðu undanfarnar vikur, hygg ég á ferð á Anfield innan skamms. Mín yndisfríða Olla vann að því hörðum í kvöld að finna flug og gistingu fyrir mig og hafði erindi sem erfiði. Flug og gisting á viðráðanlegum kjörum fannst og nú er bara eftir að víla væntanlega ferðafélaga með mér, hann Baldur Már. Ekkert í hendi ennþá en útlitið er gott. Hef farið á nokkra leiki í Englandi en aldrei á Anfield, sem er synd. Það fer auðvitað hver að verða síðastur að fara á Anfield enda skal nýr völlur tekinn í gagnið innan tveggja tímabila. 

Já, og Spaugstofan, það var þá aldrei. Rakst á þá félaga í Spaugstofunni á fimmtudaginn uppi í Efstaleiti þar sem Pálmi og Örn sögðu mér, eftir að ég innti þá eftir því hvað yrði í þættinum á laugardaginn, (hvítu slopparnir þeirra vöktu áhuga minn) að nú yrði gefið í Óli borg virkilega tekinn í gegn. Allur þátturinn mun verða um geðsjúkdóma. Hef ekki mikið hlegið að þeim félögum undanfarin ár en þátturinn í síðustu viku var bara nokkuð góður. Bindar hóflegar vonir við þáttinn í kvöld. Og þar með hef ég bloggað um Spaugstofuna,hananú...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Fréttir úr kanalandi

Höfundur

Hjörtur Júlíus Hjartarson
Hjörtur Júlíus Hjartarson
Stjórnmálafræðingur og ríkisstarfsmaður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sigrún í La Traviata
  • Þursaflokkurinn
  • Heimir og Faxi í árdaga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband