Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Vetur konungur
Bloggar | Breytt 6.2.2008 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. febrúar 2008
Fráhvarfseinkenni
Það var ekki laust við að maður upplifði ákveðinn söknuð þegar maður var að horfa á Super Bowl í nótt. Ég hef undanfarin fjögur ár horft á úrslitaleikinn úti í Bandaríkjunum, alltaf í einhverskonar Super Bowl partýum, misskemmtilegum þó. Spenningurinn yfir sjálfum leiknum var auðvitað mestur en hálfleikssjóið hafði einnig mikið aðdráttarafl. Síðast en ekki síst var gífurlega skemmtilegt að horfa auglýsingarnar sem oftar en ekki voru brilljant. Flestar sjónvarpsstöðvar í USA eru undirlagðar af fréttum um Super Bowl, gamlir leikir rifjaðir upp og flottir íþróttaþættir um leikinn frá öllum hliðum rúlla daginn út og inn.
Skemmtilegasta Super Bowl partýið var án efa haldið heima hjá Matt Geddings, varamarkverði AUM liðsins, árið 2006, að mig minnir. Ég, Jöri, Bjössi og Bjarki fengum heimboð til Geddings sem er mikill suðurríkjamaður og rauðháls eftir því. Hann bauð upp á traditional suðurríkjamat sem var, í minningunni allavega, mjög ljúffengur. Og eins og venjulega í svona veislum fengu veigarnar að fljóta óhindrað...
Annars var leikurinn í nótt alveg frábær skemmtun. Var einhvern veginn alveg sama hvort liðið ynni, í það minnsta áður en leikurinn hófst. Ég heillaðist hinsvegar mikið af New York liðinu, ekki síst frábærum varnarleik liðsins. Patriots liðið fékk alveg jafn mikið útúr leiknum og þeir lögðu í hann; afar lítið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Liverpool, þrátt fyrir allt
Þrátt fyrir erfiða stöðu Rauða Hersins og æði misjafna frammistöðu undanfarnar vikur, hygg ég á ferð á Anfield innan skamms. Mín yndisfríða Olla vann að því hörðum í kvöld að finna flug og gistingu fyrir mig og hafði erindi sem erfiði. Flug og gisting á viðráðanlegum kjörum fannst og nú er bara eftir að víla væntanlega ferðafélaga með mér, hann Baldur Már. Ekkert í hendi ennþá en útlitið er gott. Hef farið á nokkra leiki í Englandi en aldrei á Anfield, sem er synd. Það fer auðvitað hver að verða síðastur að fara á Anfield enda skal nýr völlur tekinn í gagnið innan tveggja tímabila.
Já, og Spaugstofan, það var þá aldrei. Rakst á þá félaga í Spaugstofunni á fimmtudaginn uppi í Efstaleiti þar sem Pálmi og Örn sögðu mér, eftir að ég innti þá eftir því hvað yrði í þættinum á laugardaginn, (hvítu slopparnir þeirra vöktu áhuga minn) að nú yrði gefið í Óli borg virkilega tekinn í gegn. Allur þátturinn mun verða um geðsjúkdóma. Hef ekki mikið hlegið að þeim félögum undanfarin ár en þátturinn í síðustu viku var bara nokkuð góður. Bindar hóflegar vonir við þáttinn í kvöld. Og þar með hef ég bloggað um Spaugstofuna,hananú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 31. janúar 2008
Já...
Já,hef ekki verið upprifinn í bloggfærslur undanfarnar vikur. Tjáningarþörfin hefur verið í miklu lágmarki og ég nenni ekki að skrifa bara til þess eins. Tilvera mín er fín en varla svo viðburarík að ég telji mig verða deila henni með öðrum. Hef engin kýli til að stinga á og mér er eiginlega sléttsama hvort Spaugstofan hafi móðgað Ólaf eða ekki. Þegar bloggheimar loga eins jafnan er sagt þegar einhver hitamál (sbr. Spaugstofuna) koma upp, þá segi ég frekar pass heldur en að blanda mér í þær afar mikilvægu umræður...
Yfirleitt hef ég gaman af því að setja saman einhvern texta en ljóst er að ég mun alls ekki fara rembast við að skrifa hér daglega ef mér líður ekki þannig. Kannski gríp ég næsta stóra hitamál sem upp rís í þjóðfélaginu og kryf það til mergjar...hmmm
Venlig hilsen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Spekingar spjalla
Missti af nýja þættinum á Sýn í gær sem ber nafnið Utan vallar en hef heyrt að hann hafi verið fínn og lofi góðu. Ég fékk smá leiðindahnút í magann þegar ég heyrði þáttinn fyrst auglýstan í fyrradag. Ég og Gunnlaugur Jónsson höfum lengi talað um það að fara með svona íþrótta-spjallþátt í loftið. Okkar hugmynd var að hart yrði tekið á gestum þáttarins þar sem "snyrtimennskan yrði þó í fyrirrúmi".
Nafnið á þættinum var Spekingar Spjalla og var meira að segja einn þáttur gerður. Hann var að vísu ekki tekinn upp og "fór fram" í drykkjuferð upp í sumarbústað fyrir einum sjö árum eða svo. Gunnlaugur tók mig þá í viðtal þar sem ég var tekinn í bakaríið. Ég fullyrði að Kastljós-sketchinn sem ég tók sælla minninga sumarið 2006 var barnaleikur einn miðað við púnderingar Gulla. Aflífun Gunnlaugs tók um klukkutíma og var farið yfir knattspyrnuferilinn frá öllum hliðum og fékk ótæpileg skvabbmyndun undirritaðs alltaf á haustmánuðum sérstakan sess. Eini áhorfandinn að þessu tímamótaviðtali var ungur maður að nafni Þorsteinn Ingi. Hann var reyndar bara með meðvitund fyrsta korterið eða svo, síðan missti hann meðvitund enda komið undir morgun og háttatími kominn fyrir löngu hjá honum...
En, allavega, þá verðum við Gunnlaugur að fara yfir okkar mál á næstu dögum þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið. Reikna með að gefum okkur nokkrar mínútur til að ræða þessi mál á laugardaginn þegar Húsavíkurhornið hans Balla Qta verður flutt í fyrsta sinn í mörg ár. Húsavíkurhornið er stórkostlegasta skemmtiefni sem ég hef orðið vitni að og ég hlakka mikið til að heyra og sjá frægasta son Húsvíkinga flytja verkið. En það er efni í annan pistil eða tvo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Vertu blessaður...
Þjónustulund Íslendinga er þeim ekki í blóð borin. Flestir sem starfa í þjónustugeiranum hafa engan metnað fyrir því að viðskiptavininum líki vel við fyrirtækið sem þau starfa hjá. Fólk getur bara keypt vöruna og hypjað sig. Smá alhæfing, en oftar en ekki er þetta reynslan sem maður verður fyrir. Einni slíkri varð ég fyrir í gær.
Síðan ég flutti á Rauðalæk um miðjan mánuðinn hefur hvorki gengið né rekið að fá Stöð 2 og stöðvar tengdar 365 miðlum til að virka hjá mér. Vandamálið er snúið og flókið og ætla ég ekki að rekja það hér. Breiðband er í húsinu og því skipti ég við Símann og við þá hef ég verið að tala nú reglulega undanfarna 20 daga eða svo. Eftir einstaklega vond ráð frá þjónustuveri Símans frá fólki sem vissi minna um tæknimál heldur en ég (og þá er mikið sagt) pantaði ég viðgerðamann frá þeim til mín. Það gerði ég þrátt fyrir að tímakaupið á slíkum manni sé sjö þúsund kall á tímann- vissi að ég fengi aldrei lausn á mínum málum fyrr. Meiri vitleysa er að borga af Stöð 2 án þess að geta horft á efnið frá þeim. Þegar tveir dagar voru liðnir frá umsömdum heimsóknartíma hringdi ég enn og aftur.
Nú svaraði mér piltur og eftir töluverðar vangaveltur og uppflettingar í kerfinu hjá sér komst hann að því að ekkert væri búið að gera í málinu-ekki einu sinni að panta viðgerðarmann. Áður en það yrði gert vildu þeir hjá Símanum skoða hvort vandamálið lægi hjá þeim. Pirringur minn var í hámarki þarna en engu að síður tókst mér að halda ró minni. Spurði hann þá hvað hefði komið útúr þessari innanhússkoðun hjá þeim og hvenær ég gæti þá átt von á viðgerðarmanni. Svarið var einfalt: Veistu, ég hef bara ekki hugmynd um það. (!?) Auðvitað spurði ég hann þá afhverju hann væri þá að svara í símann ef hann hefði ekki hugmynd um þá hluti sem ég var að spyrjast fyrir um. Þá sagði minn maður einfaldlega, æi, ég nenni þessu ekki, vertu blessaður og skellti á!
Áður en öll símtöl hefjast segir sjálfvirk rödd að öll símtöl í þjónustuverið sé tekin upp. Nú er spurning hvort einhver hafi ýtt rec-takkann áður en samtalið hófst...efast um það.
Já, og Stöð 2 er ennþá úti hjá mér og enginn frá Símanum hefur látið í sér heyra né sýnt sig. Klassaþjónusta hjá Símanum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Hátíð í bæ
Hef lítið verið í tölvusambandi undanfarna daga þar enn er ekki búið að tengja netið í nýju íbúðinni. Já, ég og Ólína fengum afhent 15.des og fluttum inn í síðustu viku. Erum í rólegheitunum að koma okkur fyrir og gengur það ljómandi.
Óska annars öllum sem hingað ramba inn gleðilegra jóla...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Stórmennið Gunnar G.
Ég hef gert lítið af því hér að draga fram mikið af neikvæðum hlutum, nóg kvarta ég og kveina-svona almennt, svo ég sé nú ekki að bæta því inn hér, eeeeen, ég get bara ekki orða bundist. Yfirlýsing Gunnars Gylfasonar, aðstoðar"dómara" er einhver aumasta tilraun til að fría sig frá rangri ákvörðun sem bæði hann og Kiddi bera ábyrgð á. Og þó svo að Gunni sé að segja satt, þ.e. að hann hafi flaggað horn en ekki stutt K.J. í því að dæma víti, þá er mikill óþarfi að baula því í fjölmiðla. Ekki veit ég afhverju hann fann sig "knúinn" til að koma þessu á framfæri- veit ekki til þess að nokkur hafi fjallað um málið á þann hátt að Gunni hefði átt að móðgast eitthvað sérstaklega. Kannski er hann bara svona fúll útí Kristinn fyrir að segja að þeir tveir hafi verið "algjörlega sammála um að dæma vítaspyrnu". Síðan bætti Kristinn auðvitað í í fyrradag í Fréttablaðinu en afhverju sagði Gunnar bara ekki við Kidda strax frá upphafi, eftir fyrsta viðtal Kristins, að hann vildi ekki vera "bendlaður" við þennan ranga dóm.
Mér finnst þetta allt frekar skrýtið þar sem dómararnir geta talað saman í gegnum ´headsettin´og því hægðarleikur að koma í veg fyrir þann misskilning sem Gunnar vill meina að hafi átt sér stað. Nema hann sé að gefa í skyn að Kiddi sé bara að ljúga upp á hann...
Varla heldur Gunni að óflekkað orðspor hans sem stórkostlegur dómari hafi beðið hnekki og nú hafi hann endurreist það. Nei, nú er ég farinn að þvæla tóma vitleysu- það er ekki nokkur maður sem finnst Gunni vera stórkostlegur dómari...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ljótasta settið í sögunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. desember 2007
Toppnum náð?
Þessari spurningu velti ég fyrir mér í gær. Var á labbi hér um ganga útvarpshússins þegar engin önnur en Gerður G. Bjarklind kallar nafn mitt. Tók hún mig spjalli til þess að hrósa mér fyrir góða frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi. Ekki amalegt að fá klapp á bakið frá "þulu allra tíma". Ég hugsa að það sé vandasamt að finna þekktari rödd en hennar og ég ímynda mér að hver einasti landsmaður hafi heyrt í Gerði, hvort sem hann áttar sig á því eða ekki...
Nú þegar öll spjót virðast standa að íþróttadeild RÚV, létta svona stundir ögn lundina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Fréttir úr kanalandi
Myndaalbúm
Fólk
Gamla síðan
Skólinn minn
Skemmtileg lesning
Alabamafólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar